Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   fim 19. september 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristian gæti þurft að íhuga sína stöðu eftir komu Klaassen
Mynd: EPA

Spiltími Kristians Nökkva Hlynssonar gæti verið af skornum skammti hjá Ajax á þessu tímabili eftir komu Davy Klaassen til félagsins.


Kristian er að kljást við meiðsli um þessar mundir og var því ekki í leikmannahópi liðsins þegar Ajax lagði Sittard 5-0 í hollensku deildinni í gær.

Hollenskir fjölmiðlar hafa ritað um stöðu Kristians hjá félaginu en þeir telja að Davy Klaassen muni spila flesta leiki þegar hann er heill á kostnað íslenska miðjumannsins.

Einnig velta hollenskir fjölmiðlar því fyrir sér hvort það sé ekki best fyrir hann að fara á lán. Samkvæmt útreikningum svokallaðs 'Career Advice Tool' á SciSports er Watford besti kosturinn fyrir hann.

Hann mun fá góðan spiltíma, leikkerfið hentar honum og leikstíllinn í ensku Championship deildinni hentar honum. Watford er í 5. sæti Championship deildarinnar með tíu stig eftir fimm umferðir.


Athugasemdir
banner