Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 19. október 2020 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche og Bilic báðir svekktir með jafntefli
Sean Dyche og Slaven Bilic, stjórar Burnley og West Bromwich Albion, gáfu kost á sér í stutt viðtal eftir fyrsta markalausa jafntefli úrvalsdeildartímabilsins.

Báðir voru þeir sárir að hafa ekki nælt í þrjú mikilvæg stig úr leiknum en búist er við því að þessi félög verði viðriðin fallbaráttuna þegar tekur að líða á leiktíðina.

„Við hefðum getað tekið þessi þrjú stig, við fengum frábær færi en þetta var skrítinn leikur og við náðum ekki að skora. Við klúðruðum góðum færum og svo áttum við að fá vítaspyrnu en fengum ekki," sagði Dyche, stjóri Burnley.

„Við mikið betur út heldur en í fyrstu umferðunum. Við fengum góð færi á meðan West Brom fékk bara eitt færi undir lokin. Við áttum að vinna þennan leik."

Bilic tók í svipaða strengi og kollegi sinn en viðurkenndi að jafntefli væri líklegast sanngjörn niðurstaða.

„Við gáfum allt í þennan leik og erum svekktir að hafa ekki unnið. Við lögðum upp með að vinna í dag. Við fengum meira en nóg af færum til að skora og þeir fengu líka fín færi. Jafntefli er líklegast sanngjarnt, við héldum hreinu og náðum í stig en við verðum að gera betur í svona leikjum ef við ætlum að halda okkur uppi."
Athugasemdir
banner