Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 19. október 2020 16:46
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kristianstad í góðri stöðu í Evrópubaráttunni
Kvenaboltinn
Mynd: .
Umeå 0 - 4 Kristianstad
0-1 A. Edgren ('17)
0-2 H. Mace ('66)
0-3 H. Mace ('67)
0-4 J. Rantala ('75)
Rautt spjald: S. Kullberg, Umeå ('56)

Kristianstad vann sinn þriðja leik í röð er liðið heimsótti fallbaráttulið Umeå í sænska boltanum í dag.

Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttir eru á mála hjá Kristianstad en báðar eru þær fjarri góðu gamni og því ekki með í dag.

Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur létu það þó ekki á sig fá og tóku forystuna snemma leiks.

Leikmaður Umeå fékk rautt spjald snemma í síðari hálfleik og skoraði Kristianstad þrjú mörk á níu mínútna kafla skömmu síðar. Bandaríski varnarmaðurinn Hailie Mace skoraði tvö mörk með um það bil mínútu millibili.

Sigurinn er gífurlega mikilvægur þar sem Kristianstad er í Meistaradeildarsæti sem stendur, þremur stigum fyrir ofan Linköping þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner