Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. október 2021 13:38
Elvar Geir Magnússon
Sigurður Bjartur og Stefan Ljubicic kynntir hjá KR - Arnór og Pálmi framlengja (Staðfest)
Frá fréttamannafundi KR í dag.
Frá fréttamannafundi KR í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Nú stendur yfir fréttamannafundur hjá KR en sóknarmennirnir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefan Ljubicic eru gengnir í raðir félagsins.

Þá hefur varnarmaðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR og miðjumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason eins árs.

Á fréttamannafundinum var einnig tilkynnt um nýjan þriggja ára samning milli Nike og KR. Íþróttavöruframleiðandinn og KR hafa verið saman síðan 2007 eða í 15 ár.

Sigurður Bjartur skrifar undir þriggja ára samning. Hann átti frábært tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni og skoraði alls sautján mörk. Þessi 22 ára sóknarmaður hefur tekið miklum framförum.

Stefan Ljubicic kemur frá HK og gerir fjögurra ára samning við KR. Hann er einnig 22 ára en þessi stóri og stæðilegi sóknarmaður Hann skoraði sex mörk í 22 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en það dugði þó ekki til þess að HK næði að halda sæti sínu.

Á fréttamannafundinum var markvörðurinn Aron Snær Friðriksson kynntur formlega en greint var frá því fyrr í þessum mánuði að hann væri búinn að semja við KR-inga.

KR hafnaði í þriðja sæti í efstu deild í sumar og það nægði til að ná Evrópusæti þar sem Víkingur vann tvöfalt.
Athugasemdir
banner
banner