mán 19. nóvember 2018 10:49
Elvar Geir Magnússon
Eupen
Jón Guðni farinn til Rússlands af persónulegum ástæðum
Icelandair
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson verður ekki með Íslandi í vináttulandsleiknum gegn Katar í kvöld vegna veikinda í fjölskyldu hans.

Jón Guðni er farinn aftur til Rússlands en þar spilar hann fyrir Krasnodar.

Þessi 29 ára leikmaður var í byrjunarliðinu gegn Belgíu á fimmtudaginn og fékk hrós fyrir sína frammistöðu.

„Leikmenn hafa verið frábærir þessa daga saman. Að mínu mati hafa margir leikmenn gripið tækifærið. Þeir ungu og einnig einhverjir eldri, eins og Jón Guðni sem hefur ekki verið að spila mikið með sínu félagsliði," sagði Hamren á fréttamannafundi í gær.

Búist var við því að Jón Guðni yrði áfram í hjarta varnarinnar en Hamren staðfesti á fundinum í gær að áfram yrði leikið með þriggja hafsenta kerfi gegn Katar í kvöld.

Leikurinn í kvöld fer fram í Eupen í Belgíu, hann hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu hér.
Athugasemdir
banner
banner