Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 20. janúar 2020 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Liðsfélagi Maríu með gullfallegt mark
Kvenaboltinn
Chelsea vann mikilvægan sigur á Arsenal í toppbaráttunni í úrvalsdeild kvenna á Englandi í gær.

Hin ástralska Sam Kerr opnaði markareikning sinn með Chelsea í 4-1 sigri, en það var Sophie Ingle sem stal senunni með stórkostlegu marki sínu.

Boltinn datt fyrir Ingle utan teig og smellhitti hún boltann. Enginn möguleiki fyrir Manuela Zinsberger í marki Arsenal.

Markið má sjá hér að neðan, en Chelsea er núna einu stigi frá toppliðunum tveimur, Arsenal og Manchester City.

María Þórisdóttir er á mála hjá Chelsea, en hún er að glíma við meiðsli og tók því ekki þátt í leiknum í gær.


Athugasemdir
banner