Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   lau 20. febrúar 2016 17:26
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Glenn tryggði Blikum sigur á 10 KA mönnum
Jonathan Glenn gerði gæfumuninn fyrir Breiðablik í dag.
Jonathan Glenn gerði gæfumuninn fyrir Breiðablik í dag.
Mynd: Fótbolti.net
Breiðablik 2 - 1 KA
1-0 Atli Sigurjónsson ('6, víti)
1-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('54)
2-1 Jonathan Glenn ('78)
Rautt spjald: Davíð Rúnar Bjarnason, KA ('5)

Markahrókurinn Jonathan Glenn tryggði Breiðabliki torsóttan sigur á 10 mönnum KA í Fifunni í dag en leikurinn var annar leikur liðanna í Lengjubikarnum í ár.

KA varð fyrir áfalli strax í upphafi leiks þegar Davíð Rúnar Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið á 4. mínútu og vítaspyrna dæmd sem Atli Sigurjónsson skoraði úr.

Þrátt fyrir að vera manni færri jafnaði Elfar Árni Aðalsteinsson metin fyrir KA snemma í síðari hálfleik gegn sínum gömlu félögum.

Það var svo ekki fyrr en þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum að Breiðablik náði að klára leikinn en þá skoraði Jonathan Glenn annað mark þeirra og tryggði 2-1 sigur.

Þetta voru fyrstu stig Breiðablik en liðið tapaði 1-3 gegn Fylki í fyrsta leik. KA hafði unnið 8-0 sigur á Fjarðabyggð í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner