Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. febrúar 2020 10:35
Magnús Már Einarsson
Þrír fyrrum leikmenn FH ganga til liðs við Battery
Robbie Crawford.
Robbie Crawford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Freyr Doddson bendir á skemmtilega staðreynd á Twitter en þrír fyrrum leikmenn FH hafa gengið til liðs við Charleston Battery í bandarísku B-deildinni.

Um er að ræða þá Zeiko Lewis, Robbie Crawford og Rennico Clarke en þeir voru liðsfélagar hjá FH árið 2018.

Robbie Crawford er skoskur miðjumaður sem spilaði með FH 2017 og 2018. Í fyrra lék hann með IFK Mariehamn í finnsku úrvalsdeildinni en nú hefur hann samið við Charleston Battery.

Rennico Clarke er 24 ára miðjumaður frá Jamaíka. Hann lék með FH sumarið 2018 og er nú kominn til Charleston Battery eftir að hafa spilað í fyrra með Sporting Kansas City í bandarísku B-deildinni.

Zeiko Lewis er 25 ára gamall kantmaður frá Bermúda en hann var hjá FH sumarið 2018. Lewis spilaði fáa leiki með FH áður en hann fór til HK um mitt sumar á láni. Hann spilaði síðan með Charleston Battery á síðasta ári.

Athugasemdir
banner
banner
banner