Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylgist með þremur miðjumönnum sem hafa ekki enn spilað landsleik
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er að fylgjast vel með þremur miðjumönnum sem eiga enn eftir að spila landsleik fyrir næsta glugga í mars.

Kalvin Phillips, sem hefur verið fastamaður í hópnum hjá Southgate, hefur verið að spila afar illa með West Ham og hefur gert lítið til að verðskulda sæti í hópnum.

Því er landsliðsþjálfarinn núna að fylgjast vel með Kobbie Mainoo hjá Manchester United, James Garner hjá Everton og Harrison Reed hjá Fulham. Enginn þeirra hefur enn spilað A-landsleik.

James Ward-Prowse hjá West Ham er einnig leikmaður sem verið er að fylgjast vel með en það eru um tvö ár síðan hann spilaði síðast landsleik.

Evrópumótið er næsta sumar og verður afar fróðlegt að sjá hvernig landsliðshópur Englands verður á því móti.


Athugasemdir
banner
banner
banner