Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Haaland nýtti sér óheppileg mistök landa síns
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Englandsmeistarar Manchester City eru komnir í 1-0 gegn Brentford á Etihad og þurfti afar óheppileg mistök til að brjóta vörn gestanna á bak aftur.

Brentford hafði lagt mikla vinnu í að halda marki sínu hreinu, enda ekki hvaða lið sem er sem nær að gera það í 70 mínútur.

Gestirnir töpuðu boltanum á vallarhelmingi Man City og náði Rodri að færa boltann á Julian Alvarez á miðsvæðinu. Hann setti boltann á Erling Braut Haaland sem átti eftir að gera helling.

Kristoffer Ajer, leikmaður Brentford og samlandi Haaland, gerði hlutina auðveldari fyrir sóknarmanninn. Hann rann til sem gaf Haaland beina flugbraut að markinu og auðvitað kláraði hann færið örugglega.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner