Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 13:00
Magnús Már Einarsson
Nikulás Val framlengir við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samnig sinn við Fylki til loka tímabilsins 2023.

Nikulás sem er 21 árs spilaði stórt hlutverk í liði Fylkis í fyrra en hann lék 16 leiki fyrir liðið.

„Nikulás var þá einnig valinn til æfinga með u-21 árs landsliðinu enda vakti góð frammistaða hans mikla athygli á síðasta tímabili," segir á Facebook síðu Fylkis.

„Nú fer að styttast í að tímabilið hefðist og verður gaman að fylgjast með Nikulás og öllu liðinu í sumar."

Fylkir mætir FH í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar laugardaginn 1. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner