Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   lau 20. apríl 2024 17:37
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Wolves og Arsenal: Arteta gerir eina breytingu - 15 ára á bekknum
Jakub Kiwior kemur inn í lið Arsenal
Jakub Kiwior kemur inn í lið Arsenal
Mynd: Getty Images
Wolves og Arsenal mætast í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton klukkan 18:30 í kvöld.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerir eina breytingu á liði sínu en Jakub Kiwior kemur inn fyrir Oleksandr Zinchenko í vinstri bakvörðinn.

Gary O'Neil gerir á meðan fjórar breytingar á liði Wolves.

Matheus Cunha, Pablo Sarabia og Nelson Semedo eru allir utan hóps og þá kemur Mario Lemina á bekkinn.

Hinn ungi og efnilegi vængmaður Tawanda Chirewa byrjar sinn fyrsta leik og þá koma þeir Hugo Bueno, Boubacar Traore og Hwang Hee-Chan einnig inn.

O'Neil ákvað einnig að hafa hinn 15 ára gamla Wesley Okoduwa á bekknum.

Wolves: Sa, S Bueno, Kilman, H Bueno, Toti, Traore, J Gomes, Doherty, Hwang, Doyle, Chirewa.
Varamenn: Bentley, Ait-Nouri, Lemina, Sarabia, Holman, Barnett, Ojinnaka, Okoduwa, Fraser.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Kiwior, Odegaard, Rice, Havertz, Saka, Jesus, Trossard.
Varamenn: Ramsdale, Partey, Smith Rowe, Martinelli, Nketiah, Jorginho, Vieira, Nelson, Zinchenko.
Athugasemdir
banner
banner