Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 20. apríl 2024 17:08
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari karlaliðs HK var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir FH í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Hundfúlt að hleypa þeim í forystu miðað við hvernig markið var, þannig þetta er bara hundfúlt."

HK hélt FH í skefjum lengi vel en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í dag.

„FH-ingar gerðu okkur bara erfitt fyrir, þeir eru góðir og við áttum erfitt með að komast bakvið þá. Þannig ætli hrósið verði ekki að fara til þeirra varðandi það. Þeir voru þéttir og fljótir til baka þannig við áttum erfitt með að komast í góðar stöður. Þannig að við komum okkur ekkert í mikið betri stöður heldur en að andstæðingurinn leyfir, og þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt í dag. Sem er kannski svolítið öðruvísi en mörkin sem við fengum á okkur."

HK er aðeins með 1 stig úr fyrstu þremur leikjunum og það þarf að breytast ef þeir ætla að bjarga sér frá falli í haust.

„Við þurfum bara að snúa bökum saman og vinna í þessu saman. Við þurfum að vera aðeins hugmyndaríkari fram á við af því okkur hefur gengið aðeins erfiðlega að koma okkur í ákjósanleg færi, en á sama skapi þá erum við of gjarnir að slökkva á okkur eins og í þessum mörkum. Fram að markinu þá er ekkert að gerast og þetta var ekkert í fyrsta skipti sem þessi sending, þessi hreyfing, þessi hlaup komu. Mér fannst við bara kljást við það fram að markinu bara nokkuð vel, og við gefum engin brjáluð færi á okkur þó að þeir hafi verið að skjóta úr hinum og þessum stöðum. Það er bara ekki hægt að slaka á eða slökkva á sér í leik gegn FH það er bara raunin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner