Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   lau 20. apríl 2024 17:08
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari karlaliðs HK var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir FH í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Hundfúlt að hleypa þeim í forystu miðað við hvernig markið var, þannig þetta er bara hundfúlt."

HK hélt FH í skefjum lengi vel en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í dag.

„FH-ingar gerðu okkur bara erfitt fyrir, þeir eru góðir og við áttum erfitt með að komast bakvið þá. Þannig ætli hrósið verði ekki að fara til þeirra varðandi það. Þeir voru þéttir og fljótir til baka þannig við áttum erfitt með að komast í góðar stöður. Þannig að við komum okkur ekkert í mikið betri stöður heldur en að andstæðingurinn leyfir, og þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt í dag. Sem er kannski svolítið öðruvísi en mörkin sem við fengum á okkur."

HK er aðeins með 1 stig úr fyrstu þremur leikjunum og það þarf að breytast ef þeir ætla að bjarga sér frá falli í haust.

„Við þurfum bara að snúa bökum saman og vinna í þessu saman. Við þurfum að vera aðeins hugmyndaríkari fram á við af því okkur hefur gengið aðeins erfiðlega að koma okkur í ákjósanleg færi, en á sama skapi þá erum við of gjarnir að slökkva á okkur eins og í þessum mörkum. Fram að markinu þá er ekkert að gerast og þetta var ekkert í fyrsta skipti sem þessi sending, þessi hreyfing, þessi hlaup komu. Mér fannst við bara kljást við það fram að markinu bara nokkuð vel, og við gefum engin brjáluð færi á okkur þó að þeir hafi verið að skjóta úr hinum og þessum stöðum. Það er bara ekki hægt að slaka á eða slökkva á sér í leik gegn FH það er bara raunin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner