Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   lau 20. apríl 2024 17:08
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari karlaliðs HK var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir FH í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Hundfúlt að hleypa þeim í forystu miðað við hvernig markið var, þannig þetta er bara hundfúlt."

HK hélt FH í skefjum lengi vel en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í dag.

„FH-ingar gerðu okkur bara erfitt fyrir, þeir eru góðir og við áttum erfitt með að komast bakvið þá. Þannig ætli hrósið verði ekki að fara til þeirra varðandi það. Þeir voru þéttir og fljótir til baka þannig við áttum erfitt með að komast í góðar stöður. Þannig að við komum okkur ekkert í mikið betri stöður heldur en að andstæðingurinn leyfir, og þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt í dag. Sem er kannski svolítið öðruvísi en mörkin sem við fengum á okkur."

HK er aðeins með 1 stig úr fyrstu þremur leikjunum og það þarf að breytast ef þeir ætla að bjarga sér frá falli í haust.

„Við þurfum bara að snúa bökum saman og vinna í þessu saman. Við þurfum að vera aðeins hugmyndaríkari fram á við af því okkur hefur gengið aðeins erfiðlega að koma okkur í ákjósanleg færi, en á sama skapi þá erum við of gjarnir að slökkva á okkur eins og í þessum mörkum. Fram að markinu þá er ekkert að gerast og þetta var ekkert í fyrsta skipti sem þessi sending, þessi hreyfing, þessi hlaup komu. Mér fannst við bara kljást við það fram að markinu bara nokkuð vel, og við gefum engin brjáluð færi á okkur þó að þeir hafi verið að skjóta úr hinum og þessum stöðum. Það er bara ekki hægt að slaka á eða slökkva á sér í leik gegn FH það er bara raunin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner