Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   lau 20. apríl 2024 17:08
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari karlaliðs HK var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir FH í Kórnum í dag.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Hundfúlt að hleypa þeim í forystu miðað við hvernig markið var, þannig þetta er bara hundfúlt."

HK hélt FH í skefjum lengi vel en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í dag.

„FH-ingar gerðu okkur bara erfitt fyrir, þeir eru góðir og við áttum erfitt með að komast bakvið þá. Þannig ætli hrósið verði ekki að fara til þeirra varðandi það. Þeir voru þéttir og fljótir til baka þannig við áttum erfitt með að komast í góðar stöður. Þannig að við komum okkur ekkert í mikið betri stöður heldur en að andstæðingurinn leyfir, og þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt í dag. Sem er kannski svolítið öðruvísi en mörkin sem við fengum á okkur."

HK er aðeins með 1 stig úr fyrstu þremur leikjunum og það þarf að breytast ef þeir ætla að bjarga sér frá falli í haust.

„Við þurfum bara að snúa bökum saman og vinna í þessu saman. Við þurfum að vera aðeins hugmyndaríkari fram á við af því okkur hefur gengið aðeins erfiðlega að koma okkur í ákjósanleg færi, en á sama skapi þá erum við of gjarnir að slökkva á okkur eins og í þessum mörkum. Fram að markinu þá er ekkert að gerast og þetta var ekkert í fyrsta skipti sem þessi sending, þessi hreyfing, þessi hlaup komu. Mér fannst við bara kljást við það fram að markinu bara nokkuð vel, og við gefum engin brjáluð færi á okkur þó að þeir hafi verið að skjóta úr hinum og þessum stöðum. Það er bara ekki hægt að slaka á eða slökkva á sér í leik gegn FH það er bara raunin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner