Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. maí 2019 10:22
Elvar Geir Magnússon
Jón Dagur fær nýjan þjálfara
Jón Dagur hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Ísland.
Jón Dagur hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Vendsyssel, sem Jón Dagur Þorsteinsson leikur fyrir, rak í morgun Jens Bert­hel Askou úr þjálfarastólnum.

Peter Enevoldse, fyrrum aðstoðarþjálfari SönderjyskE og Randers, hefur verið ráðinn í hans stað.

Vendsyssel gerði 1-1 jafntefli gegn Horsens í gær en Jón Dagur lék allan leikinn.

Horsens vann fyrri viðureign liðanna í dönsku umspilskeppninni og bjargaði sér þar með frá falli. Vendsyssel þarf að mæta liðinu sem hafnar í 3. sæti B-deildar í umspili um veru í efstu deild.

Jón Dagur, sem er tvítugur, er á láni hjá Vendsyssel frá enska félaginu Fulham. Sá lánssamningur rennur út eftir tímabilið en Jón Dagur er samningsbundinn Fulham til sumarsins 2020.

Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner