Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 20. maí 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Mikil þjálfaravelta danskra úrvalsdeildarfélaga
Bo Henriksen lék með Fram sumarið 2012.
Bo Henriksen lék með Fram sumarið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Alls hafa átta félög í dönsku úrvalsdeildinni skipt um þjálfara frá því í október á síðasta ári. Af þeim 14 félögum sem léku í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili hafa 12 þeirra skipt um þjálfara á síðustu tveimur árum.

Við greindum frá því í morgun að Vendsyssel lið landsliðsmannsins, Jóns Dags Þorsteinssonar hafi rekið þjálfara sinn og ráðið Peter Enevoldse sem nýjan þjálfara félagsins.

Ståle Solbakken þjálfari Kaupmannahafnar hefur verið hvað lengst við stjórnvölinn í Danmörku en hann tók við Kaupmannahafnarliðinu í ágúst árið 2013.

Íslandsvinurinn og fyrrum leikmaður Vals, Fram og ÍBV Bo Henriksen hefur verið næst lengst við stjórnvölinn en hann hefur þjálfað lið Horsens frá árinu 2014.

Sex lið hafa skipt um þjálfara það sem af er árinu 2019. Það eru þau SønderjyskE, Brøndby, Hobro, Vejle, Nordsjælland og nú síðast Vendsyssel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner