Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fös 20. maí 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hodgson lýkur stjóraferlinum á sunnudag (Staðfest)
Roy Hodgson er á leið inn í sinn síðasta leik sem knattspyrnustjóri. Hodgson er stjóri Watford en hættir þar eftir tímabilið.

„Ég held það sé kominn tími á að hætta en ég ætla ekki að útiloka að ég komi að einhverju leyti að fótbolta aftur því það gæti einhver komið til mín og óskað eftir minni aðstoð og ég gæti hæglega sagt já við því," sagði Hodgson við BBC í morgun.

Watford heimsækir Chelsea á sunnudag. „Ég er viss um að ég mun upplifa það augnablik að hugsa: þetta er í síðasta sinn sem ég kem á Stamford Bridge og nýt þess að upplifa leikinn af hliðarlínunni."

„Ég var hættur en kom til baka fyrir Watford. Núna mun ég segja við sjálfan mig að muna eftir neikvæðu hliðunum ekki bara þeim sem veittu mér ánægju ef annað félag kemur kallandi."


Stjóraferill Hodgson spannar 36 ár. Hann vann sænsku deildina sjö sinnum í upphafi ferilsins, komst í tvígang í úrslitaleik í Evrópukeppni og varð tvöfaldur meistari í Danmörku sem stjóri FCK árið 2001.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner