Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verða áfram ef Newcastle nær Evrópusæti
Matt Ritchie
Matt Ritchie
Mynd: Getty Images

Samningar Paul Dummett og Matt Ritchie hjá Newcastle renna út í sumar en það eru líkur á því að þeir verði áfram hjá félaginu.


Eddie Howe stjóri liðsins segir að þeir muni líklega fá nýjan samning ef liðið verður í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar eftir 4-2 sigur á Brentford í gær. Ef Man City vinnur úrslitaleik enska bikarsins gegn Man Utd mun Newcastle fá sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

„Þeir koma með okkur til Ástralíu (í æfingaferð) og ég held að ef við komumst í Evrópukeppni mun það mögulega hafa áhrif á framtíð þeirra," sagði Howe.

„Það sem ég vil segja um Paul Dummett og Matt Ritchie er að þeir hafa verið frábærir þegnar fyrir þetta félag. Ég elska karakterana þeirra og hvað þeir hafa gefið af sér. Stundum er auðvelt að skilgreina árangur með því sem gerist á vellinum en maður verður að hafa stefnu."

Þeir voru með lítið hlutverk inn á vellinum á nýliðinni leiktíð en Howe hrósaði mikilvægi þeirra utan vallar.


Athugasemdir
banner
banner
banner