Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   þri 20. maí 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Maguire hissa á hversu mikinn stuðning liðið fær
Mynd: EPA
Tottenham og Manchester United mætast annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao. Það er allt undir hjá báðum liðum sem eiga möguleika á að bjarga slæmu tímabili.

Þrátt fyrir mjög erfitt tímabil, þar sem United situr í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar ensku, þá hafa stuðningsmenn liðsins staðið vel við bakið á liðinu.

„Þeir hafa verið algjörlega magnaðir á þessu tímabili. Það hreinlega kemur okkur leikmönnum á óvart hversu mikinn stuðning við fáum. Við höfum valdið þeim svo miklum vonbrigðum en gefið þeim góðar stundir í Evrópudeildinni. En þetta hreinlega kemur á óvart," segir Maguire.

„Þetta eru bestu stuðningsmenn í heimi og ég tel að þeir hafi sannað það á þessu tímabili. Það er magnað að spila fyrir framan þá, jafnvel þegar við erum ekki að standa okkur."

„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta tímabil hefur alls ekki verið nægilega gott. Ég veit að við munum bæta okkur á næsta tímabili."
Athugasemdir
banner
banner