Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fim 20. júní 2024 22:18
Elvar Geir Magnússon
Lewandowski klár í slaginn
Lewandowski á æfingu pólska liðsins.
Lewandowski á æfingu pólska liðsins.
Mynd: EPA
Robert Lewandowski er klár í slaginn fyrir leik Póllands gegn Austurríki á EM í morgun. Þessi mikli markahrókur missti af fyrsta leik Pólverja vegna meiðsla í læri.

Guardian segir Lewandowski hafa æft undanfarna daga og sé tilbúinn að leiða sóknarlínu Póllands í Berlín á morgun.

„Hann er besti pólski fótboltamaður sögunnar. Það breytir öllu fyrir okkur að hafa hann inni á vellinum og það hræðir andstæðingana. Ég veit að Austurríkismenn fagna því ekki að hann sé klár í slaginn," segir Wojciech Szczesny markvörður Póllands.

Lewandowski er 35 ára, er fyrirliði Pólverja og bæði leikja- og markahæsti leikmaður þeirra.

Pólland tapaði fyrir Hollandi og mætir Frakklandi í lokaleik sínum í riðlinum. Leikurinn á morgun er úrslitaleikur ef liðið ætlar að halda í vonina um að komast í útsláttarkeppnina.

„Ég vil ekki koma hingað til Þýskalands fyrir tvær vikur, spila þrjá leiki og fara svo heim. Það má segja að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur á morgun og mikilvægasta stund okkar á mótinu," segir Szczesny.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner