þri 20. júlí 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Snýst ekki um að geta haldið boltanum 500 sinnum á lofti"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Kórdrengir komust upp úr 3. deild 2019 og fóru beint upp úr 2. deild í fyrra. Núna eru þeir í toppbaráttunni í Lengjudeildinni. Davíð Smári er ekki sammála því fólki sem segir að Kórdrengir séu ekki með sérstaklega sterkan leikmannahóp.

„Við erum eitt viljugasta liðið í deildinni og það eru allir að róa í sömu átt, að leggja sig 110 prósent fram. Maður heyrir útundan sér að menn séu að tala um að við séum ekki með neitt svakalega sterkan hóp og þess háttar, að hér séu ekki mestu gæðin og annað. Ég er gríðarlega ósammála þeirri umræðu," sagði Davíð Smári.

„Með hvaða gleraugum er þá verið að horfa? Fyrir mér erum við með sterkasta hópinn og alvöru liðsheild. Það er það sem mér finnst. Auðvitað snýst þetta um að samsetningin á hópnum sé rétt, að mönnum líði vel og allir hafi trú."

„Gæði snúast ekki um að vera með fullkomna sendingarmenn eða geta haldið boltanum 500 sinnum á lofti, alla vega ekki að öllu leyti."

Kórdrengir eru núna í þriðja sæti, einu stigi frá öðru sæti. Davíð er ánægður með stöðu liðsins á þessum tímapunkti.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Boltavikan - Evrópa, Lengjudeildin og Davíð Smári á línunni
Athugasemdir
banner
banner
banner