Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 20. júlí 2024 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Gea með færslu á X - Til Sádi-Arabíu?
Spænski markvörðurinn David de Gea er líklega á leið til Sádi-Arabíu eftir rúman áratug hjá Manchester United.

De Gea rann út á samningi í sumar og er því frjáls ferða sinna, en hann hefur helst verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu sem gætu mætt háum launakröfum hans.

De Gea er 33 ára gamall og lék 545 keppnisleiki á dvöl sinni hjá Man Utd, en þar áður var hann hjá Atlético Madrid.

De Gea á 45 landsleiki að baki fyrir Spán en hefur ekki spilað leik síðan 2020 og ekki verið með á síðustu stórmótum.


Athugasemdir
banner