Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 20. september 2020 12:39
Ívan Guðjón Baldursson
Kane og Son settu met
Harry Kane og Heung-min Son eru búnir að setja nýtt úrvalsdeildarmet.

Þeir hafa verið að ná ótrúlega vel saman í viðureign Southampton gegn Tottenham og er staðan 1-4 þegar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.

Son skoraði öll mörk Tottenham í leiknum eftir fjórar stoðsendingar frá Kane. Þetta er í fyrsta sinn sem einn leikmaður leggur upp fjögur mörk fyrir annan leikmann í sama leiknum.

Tottenham fer upp í þrjú stig við sigurinn eftir að hafa tapað gegn Everton í fyrstu umferð. Southampton er án stiga eftir tap gegn Crystal Palace um síðustu helgi.


Athugasemdir
banner
banner