Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 20. september 2020 09:29
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester fær Cengiz Under frá Roma (Staðfest)
Leicester City er búið að staðfesta komu tyrkneska kantmannsins Cengiz Ünder á lánssamningi út tímabilið.

Ünder kemur að láni frá Roma og er Leicester talið borga 3 milljónir evra fyrir lánið, með kaupmöguleika sem hljóðar uppá 24 milljónir til viðbótar.

Ünder er annar leikmaðurinn sem gengur í raðir Leicester eftir belgíska bakverðinum Timothy Castagne sem skoraði í sínum fyrsta leik.

Tyrkinn er 23 ára gamall og skoraði 17 mörk í 88 leikjum fyrir Roma. Hann hefur gert 6 mörk í 21 landsleik fyrir Tyrkland og er með afar öflugan vinstri fót.

Ünder spilar yfirleitt á hægri kanti en getur einnig spilað frammi og vinstra megin. Hann er mjög skapandi og er meira í að gefa stoðsendingar heldur en að skora mörkin sjálfur.


Athugasemdir
banner
banner