Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   mið 20. september 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag kennir meiðslum um: Hef aldrei getað stillt upp mínu sterkasta liði
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Erik ten Hag segir meiðsli hafa komið í veg fyrir að hann geti stillt upp sínu sterkasta liði en hann ræddi þetta á blaðamannafundi í gær.

Man Utd er að ganga í gegnum erfiðan kafla. Liðið er með aðeins tvo sigra úr fyrstu fimm deildarleikjunum, en þar hafa meiðsli vissulega sett strik í reikninginn.

Raphael Varane, Luke Shaw, Amad Diallo, Mason Mount og Aaron Wan-BIssaka eru allir að glíma við meiðsli og þá er Jadon Sancho í agabanni á meðan Antony er í leyfi frá störfum.

Rasmus Höjlund var að stíga upp úr meiðslum og bendir Ten Hag á það að hann hafi aldrei getað stillt upp sínu sterkasta liði frá því hann tók við á síðasta ári.

„Eitt er víst að frá byrjun síðasta tímabils held ég að hafi aldrei getað stillt upp mínu sterkasta byrjunarliði. Það eru alltaf meiðsli,“ sagði Ten Hag.

„Við náum alltaf í úrslit, fyrir utan þennan kafla sem við erum að ganga í gegnum núna. Við verðum bara eiga við það,“ sagði hann í lokin.
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner