Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fös 20. september 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur ekki hugmynd um hvenær fyrirliðinn sinn snýr aftur
Reece James.
Reece James.
Mynd: Getty Images
Meiðslapésinn Reece James er enn fjarri góðu gamni og óvíst er hvenær hann getur snúið aftur á völlinn.

Englendingurinn hefur glímt við erfið meiðsli undafarin tvö ár, bæði aftan í læri og á hné.

Á síðustu leiktíð náði hann aðeins að koma við sögu í tíu deildarleikjum og í heildina rúmar 400 mínútur vegna meiðsla aftan í læri. Hann spilaði klukkutíma í deildabikarnum á þessu tímabili en meiddist í þeim leik.

„Við höfum ekki hugmynd um það í augnablikinu hvenær hann snýr til baka," sagði Enzo Maresca, stjóri Chelsea, við fréttamenn í dag.

James er fyrirliði Chelsea en liðið hefur ekki getað treyst mikið á hann inn á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner