Manchester United var með njósnara á leik Varbergs Bois og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidningar var United að fylgjast með efnilega Íslendingnum Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, sem hefur staðið mjög vel með Norrköping á tímabilinu.
Samkvæmt staðarmiðlinum Norrköpings Tidningar var United að fylgjast með efnilega Íslendingnum Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, sem hefur staðið mjög vel með Norrköping á tímabilinu.
Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er Skagamaðurinn orðinn mikilvægur hluti af aðalliði Norrköping. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp átta í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann lagði upp eitt í 3-1 sigri á Varbergs á sunnudag.
Peter Hunt, stjórnarformaður Norrköping, segir í samtali við Norrköpings Tidningar að það liggi ekki á að selja Ísak, sem hefur einnig verið orðaður við Ítalíumeistara Juventus.
Ísak var nýlega valinn á meðal 60 efnilegustu leikmanna í heimi af Guardian.
Manchester United er eitt stærsta fótboltafélag í heimi og hefur félagið unnið ensku úrvalsdeildina oftast allra, eða 20 sinnum. Man Utd hefur líka unnið Meistaradeildina þrisvar, en titlasöfnun hefur ekki gengið neitt stórkostlega síðustu ár hjá Rauðu djöflunum.
Sjá einnig:
Fór yfir helstu styrkleika og veikleika Ísaks Bergmanns
Man Utd made Sunday check on #IFK's Icelandic wonderkid Isak Bergmann Johannesson #mufc #juve https://t.co/GLyZ3TqEYN
— Tribal Football (@tribalfootball) October 19, 2020
Athugasemdir