Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl.is 
Eiður Smári: Bað menn að vinna vinnuna sína
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen fékk rautt spjald fyrir mótmæli af bekknum í 3-0 tapi U21 landsliðs Íslands gegn Ítalíu í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Ísland átti góðan fyrri hálfleik en gæðamunurinn skein í gegn eftir leikhlé og kláraði Patrick Cutrone, sóknarmaður Wolves, okkar menn með tvennu undir lokin.

Það hitnaði verulega í kolunum á lokakafla leiksins þar sem nokkur ljót brot litu dagsins ljós, Eiður Smári fékk rauða spjaldið og leikmenn tókust harkalega á svo jaðraði við hópslagsmál.

„Ég bað bara menn kurt­eis­lega að vinna vinn­una sína og það má ekki orðið. Ég tek al­veg á mig sök­ina. Ég orðaði kannski ekki hlut­ina rétt en ég æsti mig alls ekki og var alls ekki dóna­leg­ur. Maður lif­ir sinn inn í leik­inn. Það er annað hvort að gera það eða maður sit­ur og læt­ur eins og manni sé skít­sama," sagði Eiður Smári við mbl.is.

„Það voru búin að eiga sér stað nokk­ur augna­blik inni á vell­in­um sem mér fannst að dóm­ar­inn hefði mátt grípa inní fyrr til að vernda okk­ar leik­menn og þegar er verið að gera eitt­hvað á þeirra hlut þá er ég virk­ur og læt í mér heyra."
Athugasemdir
banner
banner
banner