Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. nóvember 2020 12:54
Elvar Geir Magnússon
Alfreð þakkar Hamren: Ánægja að vinna með herramanni eins og þér
Icelandair
Erik Hamren spjallar við Alfreð Finnbogason.
Erik Hamren spjallar við Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðssóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason kveður Erik Hamren á Instagram. Hamren er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands.

„Takk fyr­ir árin tvö með þér og gangi þér sem allra best í næstu æv­in­týr­um. Það var ánægja að vinna með herra­manni eins og þér," skrifaði Al­freð á In­sta­gram.

Hamren náði ekki því markmiði að koma Íslandi á EM en hann var svo sannarlega hársbreidd frá því.

Greinilegt er af viðbrögðum leikmanna Íslands að Hamren náði vel til þeirra.

KSÍ er farið að skoða hver verður næsti landsliðsþjálfari.

„Það væri gott að ganga frá þessu fyrir áramótin til að nýtt þjálfarateymi gæti komið til starfa á fullum krafti í byrjun árs eða jafnvel fyrr," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner