Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. nóvember 2020 21:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Fyrsta deildartap Lyon í tæp fjögur ár
Mynd: Getty Images
PSG 1 - 0 Lyon

PSG vann Lyon í efstu deildinni í Frakklandi. Það heyrir heldur betur til tíðinda að Lyon tapi í frönsku deildinni því liðið var fyrir leikinn ósigrað síðan 17. desember árið 2016, það gerir rúmlega 80 leiki án taps.

Yfirburðir Lyon í Frakklandi hafa verið svakalegir og liðið orðið deildarmeistari öll tímabil frá árinu 2006.

Leikurinn í kvöld var liður í 9. umferð deildarinnar og PSG hirti toppsætið af Lyon, PSG er með eins stigs forskot. Marie-Antoinette Katoto skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu eftir undirbúning frá Kadidiatou Diani.

Sara Björk Gunnarsdóttir byrjaði á bekknum hjá Lyon í kvöld en kom inn á 69. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner