Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 20. nóvember 2021 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Enn fundað um framtíð Solskjær - Leikmenn búast við sparkinu
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: EPA
Stjórn Manchester United er enn að funda um framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagsins, en það er Sky Sports sem greinir frá þessum fréttum.

Stjórnarmenn Manchester United boðuðu til neyðarfundar eftir 4-1 tap liðsins gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fimmta tap United í deildinni á þessu tímabili og er liðið tólf stigum á eftir toppliði Chelsea.

Liðið hefur spilað afar illa framan af á þessu tímabili og virðist Solskjær fyrir löngu búinn að missa klefann.

Samkvæmt Sky Sports þá er stjórn United enn að funda um framtíð hans og er hún óráðin. Það þykir þó afar líklegt að hann verði látinn taka poka sinn.

Manchester Evening News greinir þá frá því að leikmenn liðsins eru að búast við því að Solskjær fái sparkið en nokkrir leikmenn grétu eftir tapið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner