Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. nóvember 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Camavinga varð fyrir hnjaski - Tæpur gegn Ástralíu
Mynd: Getty Images

Franska landsliðið hefur misst nokkra leikmenn úr hópnum sínum fyrir HM og þar má helst nefna Karim Benzema sem meiddist á dögunum.


Christopher Nkunku þurfti einnig að draga sig úr hópnum í síðustu viku eftir harkalegt samstuð við Eduardo Camavinga á æfingu og nú er Camavinga sjálfur tæpur fyrir fyrstu umferð.

Frakkland mætir Ástralíu í fyrstu umferð og gæti Camavinga misst af leiknum þar sem hann æfði ekki með landsliðshópnum í dag, ekki frekar en Hugo Lloris.

Frakkar eru einnig með Danmörku og Túnis í riðli á HM en undanfarnar keppnir hefur sigurvegurum mótsins alltaf mistekist að komast upp úr riðlakeppni næsta móts. Það hefur komið fyrir Ítalíu, Spán og Þýskaland síðustu þrjár keppnir og nú gæti tími Frakklands verið kominn. 


Athugasemdir
banner
banner
banner