Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. janúar 2020 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool hafnar lánstilboðum í Shaqiri
Xherdan Shaqiri.
Xherdan Shaqiri.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur hafnað lánstilboðum frá Roma og Sevilla í Xherdan Shaqiri. Félagið ætlar sér að halda honum út þetta tímabil að minnsta kosti.

James Pearce, blaðamaður The Athletic, skrifar um þetta í dag. Hann segir að Liverpool sé tilbúið að selja Shaqiri fyrir 30 milljónir evra næsta sumar.

Shaqiri hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili og aðeins byrjað þrjá leiki í öllum keppnum. Meiðsli hafa verið að stríða honum og aðrir sóknarmenn Liverpool hafa verið að spila mjög vel.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill þó halda Shaqiri þar sem Liverpool er að berjast á mörgum vígstöðum.

Liverpool borgaði 13,75 milljónir punda til þess að fá hinn 28 ára gamla Shaqiri frá Stoke fyrir síðasta tímabil.


Athugasemdir
banner
banner