Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fóru til Madríd að kaupa Benzema en enduðu með Özil
Frá 2013 til þessarar viku var Özil á mála hjá Arsenal.
Frá 2013 til þessarar viku var Özil á mála hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Tími Mesut Özil hjá Arsenal er kominn á endastöð. Hann er að ganga í raðir Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa verið á mála hjá Lundúnafélaginu frá 2013.

Á gluggadegi 2013 var Özil keyptur til Arsenal frá spænska stórveldinu Real Madrid.

Özil var upprunalega ekki leikmaður sem Arsenal var að hugsa um að kaupa. Eins og segir í frétt í Guardian þá ræddi Dick Law, sem var yfir félagaskiptamálum hjá Arsenal, við portúgalska umboðsmanninn Jorge Mendes um tvo leikmenn Real Madrid sem voru til sölu.

Þetta voru þeir Angel Di Maria og Karim Benzema. Real var tilbúið að leyfa þessum leikmönnum að fara til að fjármagna kaupin á Gareth Bale.

Arsenal hafði sérstaklega áhuga á Benzema og fór Law til Madrídar til að ræða um kaup á franska sóknarmanninum. Þegar hann kom til Spánar var Benzema hins vegar ekki lengur sá sem var til sölu.

„Við vorum í sjokki," segir Law en Arsenal bauðst þá að kaupa sóknarsinnaða miðjumanninn Özil.

Arsene Wenger, sem var þá stjóri Arsenal, hafði lengi verið aðdáandi Özil og var samþykkur því að kaupa hann.

Özil byrjaði mjög vel fyrir Arsenal en upp á síðkastið hefur hægst á honum. Á þessari leiktíð hefur hann svo ekki verið inn í myndinni hjá fyrrum liðsfélaga sínum og núverandi stjóra Arsenal, Mikel Arteta. Hann mun semja í Tyrklandi á næstunni. Þess má geta að Benzema er enn leikmaður Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner