Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. janúar 2021 17:15
Magnús Már Einarsson
Markið hjá markverði Newport í heimsmetabókina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tom King, markvörður Newport í ensku D-deildinni, hefur skráð nafn sitt í heimsmetabók Guinness.

Tom skoraði beint úr markspyrnu í leik liðsins gegn Cheltenham Town í vikunni.

Markið var skorað af 96,01 metra færi sem er heimsmet því enginn hefur skorað af lengra færi samkvæmt fréttum í Englandi.

Asmir Begovic átti fyrra metið en hann skoraði af 91,9 metra færi í leik með Stoke gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni árið 2013.

„Þetta er ekki eitthvað sem mig hefur dreymt um að gera en þetta er eitthvað sem ég og fjölskylda mín verðum stolt af í framtíðinni," sagði Tom eftir að heimsmetið var staðfest.

Athugasemdir
banner
banner
banner