Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. janúar 2023 21:54
Brynjar Ingi Erluson
Gæti fengið lengsta samning í sögu Man Utd
Alejandro Garnacho
Alejandro Garnacho
Mynd: Getty Images
Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, er í viðræðum við félagið um nýjan samning, en það er reiðubúið að bjóða honum lengsta samning í sögu félagsins.

Þessi 18 ára gamli leikmaður er fæddur á Spáni en móðir hans er argentínskt og ákvað hann því að spila fyrir Argentínu.

Frammistaða hans hefur ekki farið framhjá neinum en hann hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili sínu með United og er nú í viðræðum um að framlengja samninginn.

Samningur hans rennur út eftir eitt og hálft ár en samkvæmt frétt Mirror er United reiðubúið að bjóða honum átta ára samning.

Ef það verður að veruleika þá er þetta lengsti samningur sem leikmaður fær í sögu félagsins.

Talið er að Garnacho sé þó ekki reiðubúinn að skuldbinda sig til átta ára og er umboðsmaður hans að reyna að ná samkomulagi um fjögurra ára samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner