Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. janúar 2023 23:20
Brynjar Ingi Erluson
Howe gerði eitthvað sem enginn annar Englendingur hafði afrekað
Eddie Howe
Eddie Howe
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, skrifaði sig í sögubækurnar er liðið gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Newcastle er að eiga stórkostlegt tímabil undir stjórn Eddie Howe en það er ótrúlegt hvernig hann hefur breytt fallbaráttuliði í eitt af þeim bestu í deildinni.

Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk í tuttugu leikjum og situr í 3. sæti deildarinnar með 39 stig.

Ekki nóg með það þá hefur liðið ekki tapað í síðustu fimmtán leikjum sínum.

Howe er þar með búinn að skrifa sig í sögubækurnar en hann er fyrsti Englendingurinn sem afrekar þetta. Þá er þetta félagsmet hjá Newcastle í efstu deild.

Alan Pardew fór í gegnum fjórtán leiki með Newcastle án þess að tapa árið 2011 en Howe er nú búinn að mæta það met.
Athugasemdir
banner
banner