Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Villa kaupa miða í Man City hluta Wembley
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Manchester City mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins í byrjun mars.

Aston Villa er búið að selja stuðningsmönnum alla sína miða fyrir leikinn en Englandsmeistarar Man City eiga enn eftir að selja hluta.

Wembley tekur 90 þúsund áhorfendur í sæti og hefur nokkrum stuðningsmönnum Aston Villa dottið í hug að kaupa miðana sem stuðningsmenn Man City hafa ekki keypt.

Það getur þó ekki hver sem er keypt miðana á almennri sölu hjá Man City, heldur þarf kaupandi að hafa keypt miða á heimaleik hjá City áður. Nokkrir félagar gerðu sér því ferð til Manchester til að horfa á heimaleik Man City gegn West Ham síðastliðið mánudagskvöld og eru nú komnir með miða á leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner