Í kvöld halda 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar áfram með tveimur áhugaverðum leikjum. Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.
Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Ingólfur Sigurðsson
Porto 0 - 0 Arsenal
Arsenal búið að vera á fljúgandi siglingu í deildinni, en ég spái jafntefli í þessum leik. Eigum við ekki að segja 0-0 í tilþrifalitlum leik.
Napoli 1 - 2 Barcelona
Ég spái 2-1 sigri Barcelona þar sem Yamal skorar sigurmarkið. Búið að vera smá krísa hjá Napoli og held ég að Barcelona séu á aðeins betri stað en heimamenn í augnablikinu.
Viktor Unnar Illugason
Porto 0 - 2 Arsenal
Arsenal líta fáránlega vel út þessa dagana og eru til alls líklegir. Þeir eru lítið að leka mörkum og fá mörk úr öllum áttum. Þægilegur 0-2 sigur þar sem Saka og Martinelli gera mörkin.
Napoli 1 - 1 Barcelona
Ég ætla setja þennan leik á jafntefli. Napoli ekki verið spes i deildinni heima en ná að hanga á jafnteflinu þarna.
Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto 1 - 0 Arsenal
Arsenal verið á eldi að undanförnu en þeir mæta hálf værukærir í þennan leik og tapa óvænt. Möguleikinn er samt áfram góður fyrir Lundúnaliðið á heimavelli
Napoli 3 - 2 Barcelona
Mikið kaos í gangi hjá báðum þessum félögum virðist vera og þetta verður gríðarlega skemmtilegur leikur. Lamine Yamal sýnir töfra en Osimhen klárar þetta fyrir Napoli
Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 8
Fótbolti.net - 6
Ingólfur Sigurðsson - 5
Athugasemdir