Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Napoli er miklu virtara félag en Aston Villa"
Leander Dendoncker í leik með Aston Villa
Leander Dendoncker í leik með Aston Villa
Mynd: EPA

Leander Dendoncker miðjumaður Napoli gekk til liðs við félagið á láni í síðasta mánuði en ítalska félagið getur keypt hann í sumar fyrir 8 milljónir punda.


Þessi 28 ára gamli belgíski landsliðsmaður hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum fyrir Napoli, í bæði skiptin af bekknum og hefur hann spilað samtals 11 mínútur.

Dendoncker sagði frá ákvörðun sinni að yfirgefa Aston Villa í samtali við belgíska fjölmiðla.

„Napoli er örlítið virtara félag en Aston Villa. Félagið varð meistari á síðasta tímabili og stóð sig vel í Evrópu undanfarin ár. En það er aðallega mikilvægt að ég fái að spila aftur," sagði Dendoncker.

„Það var ekki staðan hjá Aston Villa. Ekki hér ennþá en ég vona að það komi fljótt. Þetta er nýtt upphaf sem ég þurfti á að halda. Ég mun gera allt til að komast í liðið."

Dendoncker var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Napoli svo það er spurning hvað verður um hann í sumar.


Athugasemdir
banner
banner