Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah og Nunez líklega ekki með í kvöld
Mynd: Getty Images

Mohamed Salah og Darwin Nunez sóknarmenn Liverpool verða líklega ekki með Liverpool í kvöld þegar liðið fær Luton í heimsókn í úrvalsdeildinni.


Jurgen Klopp stjóri liðsins sagði frá því á fréttamannafundi fyrir leikinn í kvöld að Nunez hafi orðið fyrir smávægilegum meiðslum í leik liðsins gegn Brentford um síðustu helgi.

Framherjinn var tekinn af velli þrátt fyrir að hafa skorað eina mark fyrri hálfleiksins en það var vegna meiðsla. Þá spilaði Salah sinn fyrsta leik gegn Brentford eftir að hafa meiðst á Afríkumótinu með Egyptalandi.

Klopp sagði einnig að Salah væri líklega ekki klár í slaginn í kvöld en þeir verða báðir skoðaðir vel og vandlega fyrir stórleik helgarinnar þegar Liverpool mætir Chelsea í úrslitum enska deildabikarsins á Wembley.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner