Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Guðni Bergs: Má draga lærdóm af skýrslugerð dómara
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Árnason var dómari leiksins.
Þorvaldur Árnason var dómari leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fátt annað hefur verið rætt um í íslenska boltanum en ummæli Þórarins Inga Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar sem hann lét falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnunnar og Leiknis R. í Lengjubikarnum um síðustu helgi.

Þar lét Þórarinn Ingi fordómafull ummæli um geðsjúkdóma falla og uppskar rautt spjald frá dómara leiksins, Þorvaldi Árnasyni sem var nálægt atvikinu.

Viljum hvergi sjá fordóma
Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það engum blöðum um það að flétta að þessi ummæli Þórarins væru auðvitað forkastanleg enda hafi hann fengið rautt spjald í kjölfarið.

„Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki heyra hvorki innan né utan leikvallar, það er alveg ljóst. Enda bað Þórarinn, leikmanninn afsökunar eftir leik og opinberlega á samfélagsmiðlum."

„Þetta gefur okkur kannski tækifæri til að vekja athygli á þessum málum almennt og læra af þessu. Auðvitað viljum við hvergi sjá fordóma eða mismunun á neinu tagi hvorki innan okkar hreyfingar né í okkar samfélagi."

Aga- og úrskurðarnefnd fer eftir þeim gögnum sem liggja fyrir
Margir hafa undrast á því að Þórarinn Ingi hafi ekki fengið lengra bann fyrir þau orð sem hann lét falla í garð Ingólfs sem steig fram í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum og lýsti þar veikindum sínum.

„Aga- og úrskurðarnefnd verður að fara eftir þeim gögnum sem liggja fyrir hverju sinni um þau atvik sem verða í leik eins og í þessu tilfelli. Þeir dæma eftir því og ef það er engin útlistun á ummælunum sem var í þessu tilfelli þá er eins og í þessu tilviki eins leiks bann látið nægja," sagði Guðni en var þá skýrsla dómara ekki nægilega vel útfyllt og með nægilega miklar skýringar fyrir aga- og úrskurðarnefndina?

„Mér skylst að svo hafi verið," svaraði Guðni.

Er það ekki áhyggjuefni og eithvað sem þyrfti að skoða í framhaldinu?

„Það er eins og allt annað mannanaverk. Það má draga lærdóm af því og það verður að liggja alveg ljóst fyrir í huga dómara hvað viðkomandi sagði. Dómarinn tilkynnir ummælin svo er það aga- og úrskurðarnefnd sem að metur hvort að ummælin eiga undir ákvæði 16. grein reglugerðar um aga- og úrskurðarmál."

Formaður KSÍ vonar að allir dragi lærdóm af þessu.

„Þetta sýnir að það þarf að vanda sig í samskiptum og ekki láta skapið hlaupa með sig í gönur eða sýna fordóma á einhverju tagi. Þórarinn hefur beðist afsökunar og áttað sig á sínum gjörðum."

„Ef þetta opnar á frekari umræðu um andlega líðan í knattspyrnuheiminum og almennt í okkar samfélagi þá er það til bóta enda höfum við verið í sambandi við Geðhjálp og höfum rætt málin í kjölfarið á þessum atburði. Við erum að reyna finna leið til þess að láta þetta leiða af sér eitthvað gott og vonandi getum við gert eitthvað saman í þeim efnum á næstunni," sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner