Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. mars 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sex hjá Espanyol með veiruna
Leandro Cabrera gegn Luka Jovic, sem er í einangrun á heimili sínu í Belgrad þessa stundina.
Leandro Cabrera gegn Luka Jovic, sem er í einangrun á heimili sínu í Belgrad þessa stundina.
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran herjar á spænska knattspyrnuheiminn um þessar mundir. Gríðarlega margir hjá Valencia og Alaves eru sýktir af veirunni og sex hjá Espanyol.

Hjá Espanyol eru fjórir leikmenn og tveir starfsmenn sýktir en félagið gaf ekki upp frekari upplýsingar.

Spænski fjölmiðillinn Sport segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Wu Lei og Leandro Cabrera séu meðal sýktra.

Spænska deildin er í pásu þar til í maí og vonast stjórn La Liga til að geta keyrt tímabilið í gang aftur um miðjan maí.

Sjá einnig:
Fimmtán sýktir hjá Alaves

35% hjá Valencia með kórónuveiruna

Javier Tebas: Evrópski boltinn fer aftur af stað í maí
Athugasemdir
banner
banner