Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. apríl 2019 21:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Valencia og Villarreal með sigra
Guedes skoraði bæði mörk Valencia í sigri í kvöld.
Guedes skoraði bæði mörk Valencia í sigri í kvöld.
Mynd: Getty Images
33. umferð spænsku La Liga lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Í fyrri leik kvöldsins lagði Villarreal lið Leganes að velli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 64. mínútu kom Carlos Bacca heimamönnum í Villarreal yfir. Karl Toko Ekambi skallaði þá boltann að marki, Ivan Cuellar, markvörður Leganes, varði boltann en Bacca var vel á verði og skoraði úr frákastinu.

Á 80. mínútu skoraði svo Karl Toko Ekambi sjálfur eftir undirbúning frá Santi Cazorla. Þegar skammt lifði leiks skoraði Nabil El Zhar, fyrrum leikmaður Liverpool, fyrir Leganes úr vítaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og Villarreal komið fjórum stigum frá fallsæti.

Í Sevilla mættu heimamenn í Real Betis liði Valencia. Goncalo Guedes kom gestunum í tvö núll með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn. Daniel Parejo og varamaðurinn Rodrigo lögðu upp mörkin.

Á 78. mínútu fékk Gabriel, varnarmaður Valencia, boltann í höndina innan vítateigs og Betis fékk því vítaspyrnu. Giovani Lo Celso og skoraði með óverjandi skoti. Þegar um átta mínútur lifðu leiks fékk Rodrigo, sem kom inn á á 34. mínútu sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið.

Heimamönnum mistókst að nýta sér liðsmuninn og því er Valencia komið upp í fimmta sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Getafe sem situr í því fjórða.

Betis 1 - 2 Valencia
0-1 Goncalo Guedes ('45 )
0-2 Goncalo Guedes ('49 )
1-2 Giovani Lo Celso ('78 , víti)
Rautt Spjald: Rodrigo('82, Valencia)

Villarreal 2 - 1 Leganes
1-0 Carlos Bacca ('64 )
2-0 Karl Toko Ekambi ('80 )
2-1 Nabil El Zhar ('87 , víti)
Athugasemdir
banner
banner