Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 21. apríl 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Alaba sagður búinn að semja við Real Madrid
Sky í Þýskalandi segir frá því í dag að David Alaba, varnarmaður Bayern Munchen, sé búinn að gera fimm ára samning við Real Madrid fyrir næsta tímabil.

Austurríkismaðurinn tilkynnti í febrúar að hann myndi yfirgefa herbúðir Bayern í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu.

Bayern hafði ítrekað boðið Alaba nýjan samning en hann hafnaði tilboði upp á 13 milljón punda í árslaun.

Alaba hefur níu sinnum orðið þýskur meistari og tvisvar unnið Meistaradeildina með Bayern.

Þessi 28 ára gamli leikmaður ætlar nú að reyna fyrir sér á Spáni.
Athugasemdir
banner