Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. maí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Hófið - Biðin eftir fyrsta sigrinum heldur áfram
FH-ingar fagna sigrinum á Val.
FH-ingar fagna sigrinum á Val.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skagamenn eru á toppnum.
Skagamenn eru á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fimmta umferð Pepsi Max-deildarinnar einkenndist af jöfnum leikjum þar sem fjórir sigrar unnust með einu marki. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Tvö lið sem spáð var toppbaráttu í sumar buðu upp á fimm marka leik á Kaplakrikavelli í 5. umferðinni. FH komst þrívegis yfir í leiknum en Valur jafnaði metin í tvígang. Vítaspyrna, meiðsli lykilmanna, spenna og dramatík í lokin. Frábær leikur sem liðin buðu uppá í gær.

EKKI lið umferðarinnar:


EKKI hornspyrna umferðarinnar: Alexander Veigar átti sennilega eina lélegustu hornspyrnu tímabilsins. Hann tók stutt horn á nærstöngina sem endaði ekki betur en svo að boltinn fór aftur fyrir markið. Þar fór gott tækifæri í forgörðum

Loksins heilir: Það hefur loðað við Hallgrím Jónasar og Hauk Heiðar Hauksson leikmenn KA að geta ekki spilað heilan leik en í þessari umferð spiluðu þeir báðir 90 mínútur í fyrsta skipti í sumar. Við óskum þeim til hamingju með það.

Hálfleiksræða umferðarinnar: Stjarnan voru með völdin á vellinum í fyrri hálfleik gegn KA en KA mættu endurnærðir og dýrvitlaustir eftir hlé og gengu frá leiknum í upphafi seinni hálfleik á meðan Stjarnan svaf á verðinum. Óli Stefán Flóventsson hefur náð að kveikja í sínu liði.

Vonbrigðaleikur umferðarinnar: Fólk beið með mikilli eftirvæntingu eftir leik Breiðabliks og ÍA og glænýjum gervigrasvelli Breiðabliks. Þarna voru að mætast tvö efstu lið deildarinnar. Leikurinn náði aldrei neinum hæðum og eina mark leiksins kom í uppbótartíma. Sárabót fyrir hinn almenna áhorfenda.

Innkoma umferðarinnar: Ólafur Aron Pétursson kom inná í lok fyrri hálfleiks og skoraði og kom KA yfir í upphafi seinni hálfleiks auk þess sem hann vann allar tæklingar og baráttur varnarlega. Hans fyrstu mínútur í sumar voru heldur betur frábærar.

Enn án sigurs
Þau tvö lið sem ekki voru búin að ná í sigur fyrir umferðina mættust í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Það leit allt út fyrir það að Víkingur R. væri að fara ná í sinn fyrsta sigur þangað til í uppbótartíma þegar Jonathan Glenn jafnaði metin fyrir ÍBV. Bæði lið þurfa því að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum.

Dómari umferðarinnar: Ívar Orri Kristjánsson - 9. Dæmdi stórleik umferðarinnar, FH og Vals virkilega vel. „Var með toppframmistöðu. Vítadómurinn réttur og var með góð tök á leiknum heilt yfir. Meira svona í sumar takk," skrifaði Egill Sigfússon í skýrslunni um dómgæsluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner