Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 21. maí 2020 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson, sparkspekingur í Dr. Football og þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson, sparkspekingur í Dr. Football og þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur ákveðið að blanda sér í umræðuna um orð sem Mikael Nikulásson, sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum.

Hjörvar Hafliðason stýrir hlaðvarpsþættinum Dr. Football en hann er með þá Kristján Óla Sigurðsson og Mikael Nikulásson með sér þar sem þeir fara yfir víðan völl.

Bílaleigan Avis ákvað á dögunum að styrkja þá í þeirri von um að fá meiri umfjöllun um kvennaboltann en þeir ræddu þar félagaskipti Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur yfir í Selfoss.

Talaði Mikael þá um að hún væri á launum sem enginn leikmaður í Pepsi Max-deild kvenna ætti að vera á, hærri laun en margir í karladeildinni væru að fá.

Margar landsliðskonur hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með þessa umfjöllun og hefur þetta verið mikið rætt á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í kvöld en það má lesa hér fyrir neðan. Hann hefur síðan þá eytt færslunni.

„Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en hann eyddi síðan færslunni.

Hann setur þá myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, birti tíst fyrr í dag þar sem hún bauð upp á orðagrín og er því kannski hægt að velta því fyrir sér hvort þetta hafi verið svar við því.

„Öll börnin voru i spjótkasti nema Mikki hann skeit á sig i podcasti #orðagrín" skrifaði Elísabet.

Sjá einnig:
Helgi Seljan um Mækarann: Telur sig Mourinho en er í besta falli skeiðklukkueigandi
Twitter - Reiðar íslenskar landsliðskonur





Athugasemdir
banner
banner
banner