banner
   fim 21. maí 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland ekki dónalegur eða hrokafullur
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Haaland hefur raðað inn mörkunum með Dortmund.
Haaland hefur raðað inn mörkunum með Dortmund.
Mynd: Getty Images
Á dögunum fór í dreifingu myndband á samfélagsmiðlum þar sem búið var að klippa saman brot úr nokkrum viðtölum við norska undrabarnið Erling Braut Haaland. Myndbandið fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn.

Sjá einnig:
Myndband: Haaland með skemmtilega viðtalstækni

Haaland, sem hefur raðað inn mörkunum með Borussia Dortmund, hefur í kjölfarið verið sakaður um að vera dónalegur og hrokafullur. Myndbandið var hins vegar klippt þannig að Haaland er ekki látinn líta vel út. Viðtalið sem var tekið við hann eftir 4-0 sigur á Schalke um síðustu helgi er ósköp eðlilegt ef horft er á það í heild sinni þó Norðmaðurinn ungi tali nú ekkert ósköp mikið.

Raphael Honigstein, fjölmiðlamaður fyrir The Athletic, skrifar ítarlega grein um það af hverju Haaland talar ekkert endilega mikið í viðtölum. Hann er náttúrulega enn mjög ungur og er ekki að tala á móðurmáli sínu, þá kemur hann frá Bryne í Noregi og á því svæði í Noregi er ekki hefðbundið að fólk eigi langar og djúpar samræður.

„Það er ekki óalgengt að krakkar taki tíma frá skólanum og hjálpi til við vinnu í landbúnaði. Það er erfið og einmanaleg vinna, og úr því verður til harðgerðt fólk sem telur munnleg samskipti óþörf. Að svara spurningum með stuttu svörum er fullkomlega eðlilegt þar, ekki dónalegt," segir Lars Sivertsen, norskur blaðamaður.

Haaland finnst ekki sérlega gaman í viðtölum og svarar hann með einu orði ef honum líður þannig, ef honum til dæmis finnst spurning kjánaleg.

Honigstein ræðir við Oliver Muller, sem tók viðtalið fræga við Haaland síðasta laugardag. „Sumir segja að hann sé hrokafullur, en ég sé það ekki þannig. Hann er 19 ára og ótrúlega mikill fagmaður sem hugsar ekki um annað en fótbolta," segir Muller meðal annars, en honum finnst Haaland vera að sýna sinn húmor með svörum sínum. „Þetta er bara hans húmor. Það er gaman að tala við hann því hann er öðruvísi."

Smelltu hér til að lesa greinina í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner