Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 21. júní 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Paulinho búinn að segja upp samningnum í Kína
Mynd: Getty Images
Paulinho er búinn að yfirgefa herbúðir Guangzhou FC í Kína. Hann og félagið náðu samkomulagi um uppsögn á samningi.

Paulinho hafði verið í tvö ár hjá félaginu. Hann er á förum vegna heimsfaraldursins.

Paulinho hefur ekki getað spilað með Guangzhou á leiktíðinni og er annar Brasilíumaðurinn sem yfirgefur herbúðir félagsins því Anderson Talisca skrifaði undir í Sádí Arabíu í maí.

„Vegna heimsfaraldursins hef ég þurft að kveðja Guangzhou FC. Mér þykir það leitt en ég býst við því að ég komi aftur einn daginn til að sjá ykkur öll aftur," sagði Paulinho.

Paulinho er fyrrum leikmaður Tottenham og Barcelona. Hann lék á sínum ferli 56 landsleiki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner