Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júní 2022 09:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales (Staðfest)
Á leið í réttarsalinn
Á leið í réttarsalinn
Mynd: Getty Images
Rob Page stýrir Wales á HM.
Rob Page stýrir Wales á HM.
Mynd: EPA
Ryan Giggs sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari Wales. Giggs vill ekki trufla liðið sem undirbýr sig fyrir HM í Katar seinna á þessu ári.

Giggs hefur verið í launalausu leyfi frá því í nóvember 2020 en þá var hann handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni.

Robert Page tók við liðinu til bráðabirgða og kom því á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958 þegar liðið lagði Úkraínu fyrr í þessum mánuði.

Giggs er á leið í réttarsalinn í ágúst. Hann hefur ávallt neitað sök og ætlar að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann.

„Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem þjálfari Wales lausu og mun uppsögnin strax taka gildi,“ skrifaði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær.

Giggs hafði vonast til að málið hefði verið tekið fyrir fyrr og klárað af en þar sem það er ekki raunin þá vill hann sem minnst trufla lið Wales og velska knattspyrnusambandið í undirbúningi sínum fyrir HM.

„Ég er svekktur að við getum ekki haldið áfram okkar vegferð því ég er á því að þessi ótrúlegi hópur mun gera þjóð sína stolta á fyrsta heimsmeistaramótinu síðan 1958."

„Það er minn vilji að halda ferlinum áfram sem knattspyrnjustjóri síðar og ég er spenntur að sjá landsliðið spila úr stúkunni,"
skrifar Giggs.

Velska knattspyrnusambandið sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem það þakkar Giggs fyrir hans störf.
Athugasemdir
banner
banner
banner