sun 21. júlí 2019 18:22
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkings og Vals : Kári vs Pedersen
Kári fær verðugt verkefni að kljást við Patrick Pedersen í dag
Kári fær verðugt verkefni að kljást við Patrick Pedersen í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnar Patrick gegn Víkingum í kvöld?
Fagnar Patrick gegn Víkingum í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fá Valsmenn í heimsókn í Pepsi Max deildinni í kvöld en leikurinn hefst kl.19:15

Víkingum sem hafa verið að spila vel og heillað marga hefur gengið illa að heimfæra góðan fótbolta á stigatöfluna og sitja í 10.sæti deildarinnar fyrir ofan rauða strikið á markatölu á meðan að Valsmenn sem byrjuðu mótið afleitlega hafa verið að rétta úr kútnum og hafa unnið síðustu þrjá deildarleiki sína.

Óli Jó gerir nokkra breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Maribor. Ívar Örn Jónsson, Orri Sigurður Ómarsson og Kaj Leó í Bartalsstovu setjast á allir á varamannabekkinn.

Inn koma þeir Sebastian Hedlund, Lasse Petry og Sigurður Egill Lárusson.

Heimamenn í Víking gera tvær breytingar á liði sínu. Örvar Eggertsson fær sér sæti á bekknum og Erlingur Agnarsson tekur út leikbann. Inn fyrir þá koma Atli Hrafn Andrason og Nikolaj Hansen.

Beinar textalýsingar:
19:15 KR - Stjarnan
19:15 Víkingur R. - Valur

Byrjunarlið Víkings
1. Þórður Ingason (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
8. Sölvi Ottesen (f)
15. Kwame Quee
20. Júlíus Magnússon
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
27. Kári Árnason
77. Atli Hrafn Andrason

Byrjunarlið Vals
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson
19. Lasse Petry
21. Bjarni Ólafur Eiríksson (f)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner